Sumarferð til Færeyja með Guðmundi Hauki og Röggu hjá North Wind í samvinnu við Seal Travel á Hvammstanga.
Nú verðum við að vera að snögg að ákveða okkur. Okkur býðst að fara færeyjarferð 4.-12. ágúst. Vegna þess að hótelið í Færeyjum er að verða uppbókað þurfum við að staðfesta bókun mánudagskvöldið 7. júní næstkomandi.
Tími 4. – 12. ágúst 2021 Innifalið: Akstur og leiðsögn allan tímann. Gisting kvölverður og morgunverður á Hótel Svartaskógi. Ferðir með Norrænu og gisting í tveggjamanna klefum. Gisting á Hótel Brandan, nýju fjögurra stjörnu hóteli í miðbæ Þórshafnar í sex nætur með morgunverðarhlaðborði.
Dagskrá:
- Miðvikudagur 4. ágúst. Lagt af stað frá Hvammstanga klukkan 10.00. Ekið sem leið liggur með leiðsögn að Hótel Svartaskógi í Jökulsárhlíð, Á leiðinni austur verður stoppað á nokkrum stöðum svo sem á Akureyri. Komið um kvölverðarleitið að Hótel Svartaskógi og þar safnað kröftum fyrir siglinguna.
- Fimmtudagur 5. ágúst. Eftir morgunverð er lagt af stað frá Hótel Svartaskógi kl. 07:30 til Seyðisfjarðar, en þar þurfum við að vera mætt klukkan 08:30 til að fara um borð í Norrænu. Við gistum í tveggja manna klefum um borð í Norrænu, en skipið var endurnýjað mikið í vetur. Þar er enginn matur innifalinn, en hægt er að velja um veitingastaði í ýmsum verðflokkum. Þar er líka fríhöfn með margskonar varningi.
- Föstudagur 6. ágúst. Komum að bryggju í Þórshöfn í Færeyjum um kl. 03.00 eftir 16 1/2 klukkustunda siglingu. Verðum snögg að koma okkur frá borði og innritum okkur á Hótel Brandan. Klukkan 13:00 förum í stutta skoðunarferð um miðbæ Þórshafnar og skoðum m.a. Tinganesið, elsta hlutann, Heimsækjum síðan hið forna höfuðból og biskupssetur Kirkjubæ með miklum sögulegum minjum áður en við snæðum kvöldverð á Hótel Brandan sem er innifalið í verðinu.
- Laugadagur 7. ágúst. Nú er ferðinni heitið gegnum tvenn neðansjávargöng, Austureyjar- og Norðureyjagöngin til Klakksvíkur á Borðey með viðkomu í Göta til að skoða styttu af Þrándi í Götu.. Skoðum m.a. kirkjuna í Klakksvík og kíkjum kannski á barinn hjá Sigurði Ottóssyni frá Borðeyri Einnig heimsækjum við fámennt byggðarlag á eyjunni Kunoy, ökum yfir að Viðareiði á Viðarey nyrstu byggð Færeyja og skoðum fleiri áhugaverða staði.
- Sunnudagur 8.ágúst. Á þessum degi kynnum við okkur aðallega eyjarnar Straumey og Vogar. Ökum um neðansjávargöng yfir til Vogar og heimsækjum þar m.a. þorpið í Gásadal og náttúruundrið Múlafossur. Í Gásadal heimsækjumvið lítið handverksverkstæði sem sérhæfir sig í vinnslu úr færeyskri ull og gærum, en þar ræður ríkjum Íslendingurinn Gísli Hraunfjörð ásamt færeyskri konu sinni Ann. Kannski fá þeir sem vilja smá kennslu í handverki og ef til vill aðeins að smakka þjóðarréttinn skerpukjöt. Í lok dags heimsækjum við þorpið Vestmanna á Straumey.
- Mánudagur 9. ágúst. Í dag ökum um göngin yfir á Austurey og byrjum á að skoða lítið þorp Æðurvík og virðum fyrir okkur vindmyllurnar á hálsinum. Komum síðan við í Tóftum og förum þar í ullarvöruverslunina Navia hjá Óla sem býður upp á gott úrval af færeyskum vörum og hönnun að sjálfsögðu með sérkjörum fyrir Íslendinga. Þá liggur leiðin um Funnigsfjörð og yfir heiði í nágrenni Slægtaratinds til Gjógv. Þar skoðum við afskekkt þorp og náttúrulega merkilega höfn í gjá. Síðan er ekið yfir Eiðisskarð til Eiði og á þeirri leið virðum við fyrir okkur steindrangana Risann og Kerlinguna. Heimsækjum, síðan hið dásamlega þorp Tjörnvík, göngum um götur og skoðum gömul hús og kannski tekst okkur að komast í vöfflukaffi.
- Þriðjudagur 10. ágúst. Í dag förum við með rútuna um borð í gamla Smyril og siglum yfir til Suðureyjar og skoðum okkur vel um þar. Komum í land á Þvereyri og ökum suður á syðsta odda Eyjarinnar Akraberg. Eins kíkjum við á þorpin Fámjin á vestanverðri eyjunni og Hvalba í norðri áður en við tökum ferjuna til baka til Þórshafnar.
- Miðvikudagur 11. ágúst. Eftir staðgóðan morgunverð á Hótel Brandan pökkum við saman setjum farangurinn í kerruna og förum í rútuna. Á leiðinni til skips stoppum við og skoðum hið glæsilega Norðurlandahús í Þórshöfn. Ef veður er gott er tilvalið að skreppa til Saksun og kíkja á stórbrotið landslag þar og kíkja í safnið í Dúvugarði ef það er opið. Á bakaleið gætum við ekið fjallveg yfir til Þórshafnar. Um kl. 16:30 mætum í röðina til að fara um borð í Norrænu og siglum af stað til Íslands um klukkan. 18.00.
- Fimmtudagur 12. ágúst.. Við leggjumst að bryggju á Seyðisfirði um klukkan 08:30 og ökum með tilheyrandi stoppum til Hvammstanga en þangað komum við vonandi um kvölmatarleytið.
Umsagnir frá síðustu ferðum:
“Ferðina fór ég með Guðmundi Hauk og Ragnheiði Sjöfn (Röggu). Þetta var mjög vel heppnuð ferð, vel skipulögð. Bílstjóri (Guðmundur Haukur) og leiðsögumaður(Ragga) einstaklega liðleg og hjálpsöm við farþega. Við fórum víða og sáum ótrúlega margt á stuttum tíma. Hópurinn góður, en veðrið hefði mátt vera skemmtilegra, en þetta eru nú Færyjar.
Ég mæli eindregið með svona ferð.
Takk fyrir mig.”
– Ólöf
“Í haust var ég svo heppin að fara til Færeyja með Guðmundi Hauk – mig hafði lengi langað til að fara þangað og tók því þess vegna fagnandi þegar boðið var upp á slíka ferð. Í stuttu máli stóðst ferðin algjörlega undir væntingum. Fallegt landslag og skemmtilegir ferðafélagar. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera allt á stuttum tíma EN þá er bara að fara aftur. Eins ræður maður aldrei við veðurguðina en ferðin var mjög skemmtileg í alla staði. TAKK fyrir mig.”
– Ása
“Mæli með fyrirhugaðri Færeyjaferð með Guðmundi Hauk, Guðmundur Haukur Sigurðsson og Röggu Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir 10.-16.apríl nk. Ég fór í Færeyjaferð með þeim og góðum ferðafélögum sl haust og gef þeim mín bestu meðmæli.”
– Kristín
“Þetta er búin að vera afskaplega skemmtileg ferð og vel heppnuð í allastaði. Mæli alveg sérstaklega með svona ferð með þeim Guðmundi Hauki og Ragnheiði Sjöfn. ”
– Halldóra
Verð í tvíbýli 234.000 kr á mann.
Skráning í ferðina er hjá Guðmundi Hauki í síma 893 4378 eða á netfanginu info@northwind.is. Þátttakendur þurfa að staðfesta þátttöku með greiðslu 60.000kr inn á reikning Sealtravel í síðasta lagi 15. júní og greiða ferðina að fullu í síðasta lagi 2. júlí.
Síðustu þrjár ferðir seldust fljótt og vel
Fyrstur kemur, fyrstur fær