Sýninginn: “Nýting sela”
Sumartími: 15. maí til 15. september, opið alla daga frá kl. 10-17
Annar opnunartími verður nánar auglýstur á vefsíðu Selaseturs og verður í samræmi við árstíðarbundnar sveiflur í fjölda ferðamanna.
Selasetur Íslands á Hvammstanga er fræðslusetur um seli við Ísland. Þar getur að líta sýningu um seli, líffræði þeirra og sambúð sela og manna. Selveiðar og verkun sels eru hluti af menningu Íslendinga, en selir hafa verið veiddir hér við land allt frá landnámstíð. Sérstaða Selaseturs liggur í því að þegar gestir þess hafa farið í gegnum safnið, geta þeir farið út, ekið í smá stund og heilsað upp á selina úr fjarlægð.
Þar er rekin lítil minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra.
Miðaverð:
- Einstaklingar, 1.200 kr.
- Hópar (10 + manns ) 900 kr. á mann
- Öryrkjar, eldri borgarar 900 kr.
- Börn 0-15 ára, frítt (aðeins í fylgd með fullorðnum)